Friday, December 26, 2008

Skötuveislur og fleira

Orri frændi með mig í sveitinni.
Á Þorláksmessu borðuðum við vel kæsta skötu a la Brandur með spilaklúbbnum mínum og mökum þeirra. Þetta er orðinn bráðskemmtilegur siður sem allir hlakka til og vonandi tekst Sigurði G ekki að fá það bannað að elda skötu í fjölbýlishúsum fyrir næstu jól.

Margt annað mætti þá banna fyrst finnst mér.
Við kíktum á jólaþorpið í Hafnarfirði í yndislegu veðri.




Ína, Marteinn, ég og Orri.

Orri og Ína buðu okkur og Marteini í skötuveislu í Hafnarfirði. Dóra mamma þeirra og mamma ólust upp saman sem fóstursystur í Arnardal við Ísafjörð. Þetta er í annað sinn sem þau bjóða okkur og gaman að ná aftur tengslum við þau en Orri var í sveit heima þegar ég var lítil og passaði mig.


Við Snædís fórum saman í bæinn fyrir jólin og áttum góða stund saman. Enduðum á að fá okkur pizzu á Pizza Company.

Ég held að hún hafi bara haft gaman af að eyða stund með gömlu konunni í bænum.

Snædís bakaði kökur og bjó til sælgæti sem hún gaf fósturmömmum sínum, Svönu og Steinu.









No comments: