Friday, December 26, 2008

Aðfangadagskvöld

Eftir rólegan og góðan aðfangadag var sest að jólaborðinu.
Við vorum sjö sem settumst að jólaborðinu að þessu sinni. Símasamband var við útlendingana í Englandi sem fengu að heyra í jólaklukkunum í gegnum símann. Síðar um kvöldið var svo heilsað upp á fjölskylduna á Siglufirði og í Noregi.

Jökull Máni fékk gítar frá foreldrum sínum. Hann hefur ótrúlega sönghæfileika, kann ógrynnin öll af textum og er mjög lagviss. Nú á hann að læra að spila undir pjakkurinn, með pabba sínum.


Hjónin stilltu sér upp við jólatréð.

Jökull sýndi strax góða takta með gítarinn.

Jói og Guðrún fengu fallega skreytta skál frá Jökli.

Jói er orðinn þrusugóður á gítarinn.

Snædís fékk fullt af góðum gjöfum, mest var gleðin yfir fallegum hring frá kærastanum sem var vel falinn í stórum kassa sem ýmislegt skrýtið kom upp úr áður en hringurinn kom í ljós.


Brandur fékk fína prjónahúfu frá Stellu og Hadda, nú verður hann ekki frosinn á eyrunum þegar hann gengur upp í Breiðholtslaug.


Og ég fékk gítar frá eiginmanninum.

Nú verð ég að finna gamla bréfaskólann frá Óla Gauk og rifja upp þessi þrjú grip sem ég kunni einu sinni.

Kannski höldum við Jói og Jökull jólatónleika að ári - hver veit.










No comments: