Friday, January 2, 2009

Gamlárskvöld í Skógarbæ

Við sáum fram á að vera bara tvö ein á gamlárskvöld og ákváðum því að skella okkur í Skorradalinn. Brandur kveikti í öllu sem hann gat kveikt í, nema skóginum sem betur fer. Eldur logaði í arninum, kyndlar allt um kring og kerti upp um alla veggi. Á miðnætti sendi hann eina rakettu á loft og kveikti í tveimur handblysum. Ég stóð eldvaktina, alltaf sama gungan, fegnust þegar allt er yfirstaðið og allir heilir á húfi.
Fáninn var dreginn að húni þegar við komum í dalinn um fimmleytið en þá var orðið ansi dimmt. Veðrið var frábært, blankalogn og skógurinn speglaðist í vatninu.


No comments: