Wednesday, July 30, 2008

Dagsferð um Snæfellsnes

Séð yfir Breiðuvíkina frá Jökulhálsinum. Við ákváðum að keyra Jökulhálsinn en Jói og Guðrún höfðu aldrei farið þá leið áður og við Brandur að fara í annað sinn. Veðrið var dásamlegt, 22° hiti efst uppi og útsýnið stórfenglegt.
Daníella og Jökull voru sett í skottið og nutu sín vel þar og voru í góðu skapi allan daginn þrátt fyrir 500 km keyrslu.

Daníella og Jökull við Sönghelli með Jökulinn í baksýn. Hann fer minnkandi með hverju árinu.

Jói inni í Sönghelli. Við Jökull sungum og könnuðum hljómburðinn sem er frábær.

Brandur kannaði allan hellinn og merkingarnar sem margar hverjar eru orðnar ansi gamlar eins og SK 1954 bar með sér. Þá hef ég verið 1s árs svo þetta er líklega ekki eftir mig enda kom ég þarna fyrst í fyrra þótt ég hafi átt heima þarna í sveitinni fram á fullorðinsár.

Hellnar í baksýn.
Við fórum í dagsferð um Snæfellsnes með Jóa og fjölskyldu. Tilgangurinn var að kanna aðstæður í félagsheimilinu í Ólafsvík en við erum að fara í brúðkaupið hans Hermanns frænda sem þann 9. ágúst og Jói sér um matinn. Þetta var yndislegur dagur, allt upp í 25°hiti og sólskin. Við fórum fyrst um sunnanvert nesið og keyrðum yfir Jökulháls yfir til Ólafsvíkur og þar var mikil umferð, bæði akandi, hjólandi og gangandi fólk á ferð. Í Ólafsvík var ekki síðra veður og gaman að hitta Hadda og Stellu, borða nýbakaðar pönnukökur og skoða bæinn. Við keyrðum svo norðanvert nesið heim, í gegnum Grundarfjörð og fórum niður í Stykkishólm. Það er svo gaman að vera á ferð í svona góðu veðri, líflegt um að litast, allir úti að viðra sig eða laga til í kringum sig. Við verðum svo allt öðruvísi í svona veðri, skapgóð og félagslynd.




No comments: