






Kínamúr Siglfirðinga sem verndar bæinn fyrir náttúruöflunum.
Á leiðinni heim skoðuðum við okkur um í Haganesvík sem skartaði sínu fegursta í kvöldsólinni.
Í Ketilásnum gerðu Stormar stormandi lukku en þar var dansleikur á laugardagskvöldið fyrir 45 ára og eldri í anda hippatímans eins og sést. Mikil gleði og fagnaðarfundir enda margir að hittast eftir áratuga aðskilnað. Við fórum með Ninnu og hennar ættingjum og vinum þar sem okkar aðstandendur sýndu ekki mikinn áhuga og reyndar undir aldri. Þarna var mikið fjör og hinir síungu hljómsveitarmenn í Stormum höfðu augljóslega ekki síður gaman af að rifja upp gamla tíma.
Við vorum á Siglufirði í 5 daga í góðu yfirlæti hjá börnunum hans Brands. Veðrið var dásamlegt, sólskin og 20°stiga hiti allan tímann. Það var dekrað við okkur á alla lund enda lak af okkur streitan og við ætluðum varla að þora að fara suður aftur í borgarstressið. Við fórum í gönguferðir, á rúntinn, grilluðum og nutum þess að vera með börnunum. Það eru forréttindi að fá að alast upp á svona stað, enda heyri ég alla tala um að fara heim til Siglufjarðar þótt þeir hafi jafnvel flutt þaðan á barnsaldri. Það eru 150 hús í bænum sem eru sumarhús, kannski ekki góð þróun fyrir bæinn en sýnir hvað margir leita heim á ný og vilja halda tengslum við bæinn sinn þótt þeir búi orðið annars staðar. Enda augljóst að þarna er gott að vera.


Við vorum á Siglufirði í 5 daga í góðu yfirlæti hjá börnunum hans Brands. Veðrið var dásamlegt, sólskin og 20°stiga hiti allan tímann. Það var dekrað við okkur á alla lund enda lak af okkur streitan og við ætluðum varla að þora að fara suður aftur í borgarstressið. Við fórum í gönguferðir, á rúntinn, grilluðum og nutum þess að vera með börnunum. Það eru forréttindi að fá að alast upp á svona stað, enda heyri ég alla tala um að fara heim til Siglufjarðar þótt þeir hafi jafnvel flutt þaðan á barnsaldri. Það eru 150 hús í bænum sem eru sumarhús, kannski ekki góð þróun fyrir bæinn en sýnir hvað margir leita heim á ný og vilja halda tengslum við bæinn sinn þótt þeir búi orðið annars staðar. Enda augljóst að þarna er gott að vera.
No comments:
Post a Comment