



Við erum búin að vera í dalnum síðan á miðvikudag og notið sólar og afslöppunar eins og oft áður. Brandur puðar reyndar allan daginn og virðist líka það vel, finnur alltaf eitthvað til að laga og bæta. Ég dunda mér við lestur, útsaum og föndur. Við erum búin að grisja skóginn töluvert bæði til að fá meira rými í kringum bústaðinn og til að fjarlægja ljót og hálfdauð tré sem skyggðu á önnur fallegri. Mest af því fer í kurlarann til endurvinnslu og annað í eldivið í arininn. Við þorum reyndar ekki að kveikja upp í honum því það er allt orðið skrælnað af þurrki og ekki vert að stuðla að skógareldum í dalnum.
Ester og fjölskylda kom í heimsókn á fimmtudagskvöldið en þau voru á leið til Eyja.
Anna Margrét, Jóhanna, Hans Jakob, Anna Margrét og vinurinn Andri Páll komu í heimsókn í gær. Það er alltaf svo gaman þegar einhverjir mega vera að því að líta við.
Allir velkomnir í Skógarbæ.
No comments:
Post a Comment