


Síðan var ball í skemmunni á Fitjum en við slepptum því, gömlu hjónin.
Jarðarber og rabarachutney, afurðir úr matjurtagarðinum.

Anna og Guðni komu hjólandiog fóru líka heim hjólandi í fínu formi.
slæmt fyrir okkur en auðvitað gott fyrir þau.
Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin og þá læðist að manni kvíði að nú sé sumarið senn á enda. Myrkvaðar nætur og hitastigið farið að lækka. En allar árstíðir hafa sinn sjarma, haustið er oft yndislegt og auðvitað er alltaf gaman að vera til, bara ef maður lítur þannig á það.
Snædís og Fannar koma á morgun frá Kanarí og Dóra með börnin sín þrjú kemur á miðvikudaginn svo nú fer að lifna í kotinu. Brúðkaupsveisla næsta laugardag í Ólafsvík sem verður örugglega bráðskemmtileg. Alltaf eitthvað til að hlakka til.
No comments:
Post a Comment