Monday, August 4, 2008

Verslunarmannahelgin

Birna, Skúli og Gógó komu í kaffi á sunnudaginn. Skúli er ekki sofnaður þótt það líti út fyrir það, hann var mjög hress eins og hann er alltaf.
Eftir brennuna á Fitjavöllum reyndi Brandur að búa til varðeld í arninum en það gekk illa að láta loga. Ég var bara ánægð með það því ég var svo logandi hrædd við skraufþurran skóginn í kring.

Ég klæddi mig í útileguslána og setti á mig ullarhattinn því undir miðnættið var farið að kólna.


Fitjahlíðarbrennan var flott og fullt af fólki. Harmonikka og gítar og ¨brekku¨söngur.
Síðan var ball í skemmunni á Fitjum en við slepptum því, gömlu hjónin.

Jarðarber og rabarachutney, afurðir úr matjurtagarðinum.

Á fimmtudaginn var buðu Anna og Þórarinn okkur í kvöldmat.
Anna og Guðni komu hjólandiog fóru líka heim hjólandi í fínu formi.

Þórarinn og Anna fylgdu okkur út á hlað, vildu ekki missa vitið úr bænum,
slæmt fyrir okkur en auðvitað gott fyrir þau.
Þá er verslunarmannahelgin yfirstaðin og þá læðist að manni kvíði að nú sé sumarið senn á enda. Myrkvaðar nætur og hitastigið farið að lækka. En allar árstíðir hafa sinn sjarma, haustið er oft yndislegt og auðvitað er alltaf gaman að vera til, bara ef maður lítur þannig á það.
Snædís og Fannar koma á morgun frá Kanarí og Dóra með börnin sín þrjú kemur á miðvikudaginn svo nú fer að lifna í kotinu. Brúðkaupsveisla næsta laugardag í Ólafsvík sem verður örugglega bráðskemmtileg. Alltaf eitthvað til að hlakka til.








No comments: