Tuesday, August 19, 2008

Síðustu dagar í sumarfríi

Dóra, Snædís, Kara, Roman og Rúna komu og gistu í Skógarbæ.
Alltaf nóg pláss í kotinu.
Þau skemmtu sér vel eins og sjá má.

Kara Björk undi sér vel á loftinu. Nýi stiginn gerði gæfumuninn.
Hérna sést oddvitataskan hans pabba, vettlingar og illeppar frá mömmu og
tóbaksjárnið hans afa.

Rúna og Kara tíndu hrútaber, þau fáu sem fuglarnir hafa skilið eftir handa okkur.

Systurnar skemmtu sér við að spila við börnin.

Og svo var farið i göngutúr niður að vatni.

Á sunnudagskvöldið var grillað í Grýtubakkanum,
aðeins meira pláss þar fyrir alla fjölskylduna.



Þá er sumarfríið á enda, skólinn byrjaður aftur með öllu því stressi sem honum fylgir og Brandur kominn út á sjó. Við höfðum það mjög gott í sumar enda varla annað hægt í svona góðu veðri. Ég sá í Skógarbæjardagbókinni að við erum búin að dvelja 40 daga í Skorradalnum frá því í mars og eigum vonandi einhverja daga eftir í september því þá verður Brandur aftur heima.
Við fórum því ekki mikið annað enda var alltaf besta veðrið hér. Við fengum reyndar líka góða daga á Siglufirði og í Ólafsvík svo það má segja að við höfum alltaf verið sólarmegin í sumarfríinu.
En núna er bara að takast á við komandi vetur og vinnuna sem bíður. Það verður líklega nóg að gera þar sem ekki streyma sérkennarar inn í skólann minn eins og ég var svo vongóð um í vor og þar með erfitt að veita þá þjónustu sem þörf er á. Þá er bara að bíta á jaxlinn og gera eins vel og maður getur þar sem annað er ekki í boði.




1 comment:

frugalin said...

Sumarbústaðurinn sýnist svo stór út af speglinum við borðendann.

Það er gott að hafa þig hjá okkur Sigrún mín, við skulum reyna að passa upp á þig og ég vona að það sæki einhverjir með viti um sérkennarastöðuna.