
gamla brunabílinn í Ólafsvík til að gegna því hlutverki.





Jói glaður yfir að vera búinn með sinn þátt í veislunni en hann eldaði allan matinn og fékk líka mikið lof fyrir hann enda var hann bæði ljúffengur og glæsilega framreiddur.
sem sleppti fram af sér beislinu eftir allt stressið.
Ég er svo stolt af fallegu börnunum mínum.
Tengdmæðurnar, Laufey og Maggý, voru flottar í Abba dressinu og
lagið The dancing queen verður eftir þetta ógleymanlegt.
Veislustjórarnir úthluta teygjunum.


lagið The dancing queen verður eftir þetta ógleymanlegt.

Þetta var svo sannarlega brúðkaup aldarinnar enda ekkert til sparað að allt væri sem skemmtilegast. Veðurguðirnir tóku meira að segja þátt í undirbúningnum og sköffuðu frábært veður, sólskin og logn allan daginn. Eftir fallega athöfn í Ólafsvíkurkirkju stigu brúðhjónin upp í gamla brunabílinn og þau voru síðan keyrð um bæínn og mynduð á völdum stöðum en Hafsteinn Óskarsson myndaði þau. Veislugestir tóku síðan á móti þeim í félagsheimilinu á Klifi. Salurinn var mjög fallega skreyttur og maturinn sem Jói sá um um með smáaðstoð frá okkur fjölskyldu-meðlimunum, tók sig vel út á veisluborðinu og vakti mikla lukku. Magni og vinkona hennar Regínu sáu um veislustjórn og höfðu nóg að gera því nóg var um skemmtiatriði og aldrei hlé á. Veislan á því að reyk var blásið inn í salinn og Magni birtist í slökkviliðsbúning og kafaði reykinn þar til hann fann hinn veislustjórann einhvers staðar á kafi í kófinu. Þegar fólk fór að sjá aftur hófst veislan með forréttum, aðalréttum og súkkilaðikökum. Inn á milli voru skemmtiatriði, Maggý og Laufey, tengdamæðurnar, dönsuðu og sungu við Abbalagið The dancing queen í líka þessum flottu búningum. Siggi trúbador söng eitt lag og þrjár vinkonur Regínu sungu líka nokkur lög. Mgni og Hermann tóku sitt flotta dansatriði sem þeir frumsýndu í fimmtugsafmælinu hennar Maggýjar og hafði ekki versnað síðan þá. Stella systir talaði til brúðhjónanna og einnig vinir Hermanns úr slökkviliðinu. Að þessu loknu hófs dansleikur og spilaði hljómsveitin Vinir Hemma (slökkviliðsmenn úr Reykjavík sem heita venjulega Vinir vandamanna) fyrir dansi. Það var mikið stuð og ég dansaði til klukkan 4 af miklum móð. Ég var ekki eins glöð um morguninn þegar ég vaknaði með þvílíkar harðsperrur og strengi. Krakkarnir voru ekki hissa á því þar sem dansstíll mínir hefði líkst hlaupi á hlaupabretti og hafði Jói sérstaklega gaman af því að herma það eftir. Og mér sem fannst ég vera svo frábær á gólfinu innan um allan ungdóminn.
No comments:
Post a Comment