Alltaf nóg pláss í kotinu.


Hérna sést oddvitataskan hans pabba, vettlingar og illeppar frá mömmu og
tóbaksjárnið hans afa.



aðeins meira pláss þar fyrir alla fjölskylduna.

Þá er sumarfríið á enda, skólinn byrjaður aftur með öllu því stressi sem honum fylgir og Brandur kominn út á sjó. Við höfðum það mjög gott í sumar enda varla annað hægt í svona góðu veðri. Ég sá í Skógarbæjardagbókinni að við erum búin að dvelja 40 daga í Skorradalnum frá því í mars og eigum vonandi einhverja daga eftir í september því þá verður Brandur aftur heima.
Við fórum því ekki mikið annað enda var alltaf besta veðrið hér. Við fengum reyndar líka góða daga á Siglufirði og í Ólafsvík svo það má segja að við höfum alltaf verið sólarmegin í sumarfríinu.
En núna er bara að takast á við komandi vetur og vinnuna sem bíður. Það verður líklega nóg að gera þar sem ekki streyma sérkennarar inn í skólann minn eins og ég var svo vongóð um í vor og þar með erfitt að veita þá þjónustu sem þörf er á. Þá er bara að bíta á jaxlinn og gera eins vel og maður getur þar sem annað er ekki í boði.
1 comment:
Sumarbústaðurinn sýnist svo stór út af speglinum við borðendann.
Það er gott að hafa þig hjá okkur Sigrún mín, við skulum reyna að passa upp á þig og ég vona að það sæki einhverjir með viti um sérkennarastöðuna.
Post a Comment