

Ég fékk að hafa Jökul Mána hjá mér í dag meðan foreldrarnir voru að vinna. Það var orðið ansi langt síðan hann hafði verið hjá mér og amma ekkert efst á óskalistanum. Ég reyndi því allt sem ég gat ti lað vera skemmtileg, fórum í Húsdýra- og fjölskyldugarðinn og þar hljóp hann og hoppaði í tvo tíma og var alveg alsæll og ég líka. Svo fórum við í heimsókn til pabba hans á Laugaás og fengum pönnukökur með rjóma. Því næst fórum við heim og hann dansaði í garðinum til klukkan 9 og þá fékk ég hann loksins inn og hélt að hann myndi sofna undir eins yfir Dýrunum í Hálsaskógi en það var svo spennandi að hann lognaðist ekki út af og að lokum bjuggum við til gítar og hljóðnema úr pappa svo hann gæti spilað og sungið með. Skemmtilegur sunnudagur með skemmtilegum dreng.
No comments:
Post a Comment