



Ég byrjaði í sumarfríi föstudaginn 19. júní og við náðum því einni viku saman í fríi en nú er Brandur á leiðinni út á Reykjaneshrygg í glampandi sólskini og hita. Sumarið loksins komið, sólskin og a.m.k. 17 stiga hiti og þá þurfti hann að fara út á sjó og kemur ekki aftur fyrr en í lok júlí. Ég verð því að finna mér eitthvað að gera á meðan. Hann lagði til að ég yrði dugleg að hjóla og fara í sund á meðan til að ná upp þreki sem er orðið frekar lítið af og vonandi tekst mér að koma mér af stað, ekki veitir mér af.
No comments:
Post a Comment