Friday, June 26, 2009

Sumarfrí í Skorradal

Brandur er búinn að kaupa sér bát og hann hafði það af að koma mér um borð og út á vatn. Skógarbær frá nýju sjónarhorni, rétt sést í þakið upp úr öllum trjánum sem eru í örum vexti.
Útsýnið yfir vatnið.

Gungan varð að vera í björgunarvesti þótt aðeins væri hálfur metri til botns.

Brandur dýfði öngli í vatnið en ef einhverjir fiskar hafa verið þarna voru þeir allir flúnir.

Við erum búin að búa til litla grasflöt svo nú er hægt að tjalda litlu kúlutjaldi.
Ég byrjaði í sumarfríi föstudaginn 19. júní og við náðum því einni viku saman í fríi en nú er Brandur á leiðinni út á Reykjaneshrygg í glampandi sólskini og hita. Sumarið loksins komið, sólskin og a.m.k. 17 stiga hiti og þá þurfti hann að fara út á sjó og kemur ekki aftur fyrr en í lok júlí. Ég verð því að finna mér eitthvað að gera á meðan. Hann lagði til að ég yrði dugleg að hjóla og fara í sund á meðan til að ná upp þreki sem er orðið frekar lítið af og vonandi tekst mér að koma mér af stað, ekki veitir mér af.





No comments: