Um hvítasunnuna fórum við í Skorradalinn, fyrsta helgin á þessu sumri í kotinu.
Veðrið var ágætt, blanda af sólskini og síðdegisskúrum og 10-12 stiga hiti. Ég afrekaði það að setja niður nokkur sumarblóm, lesa eina bók og horfa á Brand brasa bæði úti og inni. Hann tekur sig svo ljómandi vel út við eldavélina, miklu betur en ég, svo ég læt hann bara um þetta. Hann er líka í sumarfríi en ég enn í bullandi vinnu svo þetta hlýtur að vera jöfn verkaskipting.
Ég verð svo að sjá um mig sjálf allan júlí svo það er um að gera að njóta þess að láta snúast í kringum mig þangað til. Ég er sem sagt að breytast í algjöra kvenkarlrembu sem situr og les blöðin meðan hann snýst í eldhúsinu.
Veit ekki hvað við gerum um næstu helgi en býst við að það verði Skorradalurinn og vonandi eiga einhverjir leið um og kíkja í kaffi.
Wednesday, June 10, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment