Ég trúi þessu varla, sólin skín enn á okkur. Við fórum í búðaráp í dag, ég sem ætlaði ekki að kaupa neitt á þessu fáránlega gengi sem stöðugt er á niðurleið. Okkur tókst að kaupa slatta af drasli sem er núna á tvöföldu verði miðað við það sem var síðast þegar við vorum hérþ
Því miður erum við alltaf að fylgjast með fréttum að heiman á netinu í stað þess að slaka alveg á og vita ekki neitt.
Nú fer að síga á seinni hlutann af fríinu og ekki örlar enn á vorinu heima sem ég var að vona að yrði komið þegar við snerum aftur heim en ekki er öll von úti enn. Við njótum alla vega góða veðursins hér á meðan við getum.
Tuesday, April 7, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Hér snjóaði í nótt, og ég sem ætlaði út að taka vormyndir.
Hafið það gott í fríinu, bestu kveðjur frá klakanum.
Jóhanna H
Post a Comment