


litla dóttir mín bakaði í dag fyrir mömmu sína.
Á meðan fræddi hún okkur um lýtalækningar og
sýndi okkur myndir sem björguðu mér frá ofáti.
Hún er mjög áhugasöm í hjúkrunarnáminu og
fæ ég stundum að finna fyrir því.
fæ ég stundum að finna fyrir því.
Það er mikið reynt að passa upp á heilsufarið á
þeirri gömlu.
Aðeins að sýna að það getur ennþá komið vetur á Íslandi. Það kyngdi niður snjó í gær í logni og í dag var allt svo fallegt í sólskininu að fólk gleymdi jafnvel að tala um kreppuna. Trén eru þakin snjó og það er svo sannarlega hægt að taka jólakortsmyndir núna. Tek betri á morgun.
Snædís og Beta ,,fósturdóttir¨ saddar og sælar í snjónum.
Dagurinn er búinn að vera yndislegur. Ég hef sjaldan fengið svona mikið af heillaóskum og faðmlögum í einu. Var föðmuð fram eftir degi af samstarfsfólki í skólanum og síðan tóku Önnurnar við og gáfu sér tíma til að heimsækja þá gömlu og færa henni gjafir, blómaskreytingu, sturtusápu og bodylotion. Snædís og Fannar gáfu mér Aveda sturtuskrúbb (og afmælismat á Laugaási) svo nú er ég farin að bíða eftir að komast undir sturtuna. Brandur lét senda mér þennan flotta blómvönd og Maggý gaf mér flotta peysu og kerti. Beta gaf mér kertastjaka og kerti og síðast en ekki síst gaf Jói mér þessa fínu afmælisveislu á Laugaási. Í morgun opnaði ég svo pakka frá Englendingunum mínum en hann er ég búin að horfa á síðan fyrir jól og taldi mig góða að vera búin að standast það að opna hann þangað til núna. Upp úr honum kom undurfallegt hjartahálsmen svo það er ekki ofsögum sagt að mínir góðu ættingjar og vinir hafa dekrað við mig í dag. Ég þakka fyrir mig og hvern nýjan dag og nýt þess að vera til þótt á seinni hlutann sé farið að síga. Ég bý við ríkidæmi, á stóra fjölskyldu og góðan og vandaðan vinahóp og hver getur beðið um meira.