




Við fórum í dagsferð um Snæfellsnes með Jóa og fjölskyldu. Tilgangurinn var að kanna aðstæður í félagsheimilinu í Ólafsvík en við erum að fara í brúðkaupið hans Hermanns frænda sem þann 9. ágúst og Jói sér um matinn. Þetta var yndislegur dagur, allt upp í 25°hiti og sólskin. Við fórum fyrst um sunnanvert nesið og keyrðum yfir Jökulháls yfir til Ólafsvíkur og þar var mikil umferð, bæði akandi, hjólandi og gangandi fólk á ferð. Í Ólafsvík var ekki síðra veður og gaman að hitta Hadda og Stellu, borða nýbakaðar pönnukökur og skoða bæinn. Við keyrðum svo norðanvert nesið heim, í gegnum Grundarfjörð og fórum niður í Stykkishólm. Það er svo gaman að vera á ferð í svona góðu veðri, líflegt um að litast, allir úti að viðra sig eða laga til í kringum sig. Við verðum svo allt öðruvísi í svona veðri, skapgóð og félagslynd.