Saturday, May 17, 2008

Vorhátíð í Engjaskóla

Fjölbreytt verkefni í 1. bekk
Samstarfsverkefni í smíði og textíl.

Annað samstarfsverkefni í smíði og textíl. Sérstaklega fallegir lampar úr þæfðri ull.


Guðný textílkennari stolt af vinnu nemenda sinna.

Þetta málverk var afhjúpað á hátíðinni unnið af nemendum í myndlistarvali .

Lagt af stað í skrúðgönguna.

Í dag var vorhátíð í Engjaskóla. Fyrst var farið í skrúðgöngu um hverfið með lúðrasveit í broddi fylkingar. Veðrið var ekki alveg nógu gott, rigningarhraglandi og vindur en við létum það ekkert á okkur fá. Inni í skóla var sýning á verkum barnanna og gaman að sjá hversu fjölbreytt þau eru og margt virkilega fallegt sem þau hafa gert í vetur. Þetta er ekki síður skemmtilegt fyrir okkur kennarana að sjá hvað þau eru að gera hjá öðrum kennurum því við erum kannski ekki nógu dugleg að kynna okkur hvað þau eru að gera hjá öðrum en okkur sjálfum.
Foreldrafélagið sá um að grilla pylsur ofan í mannskapinn og þetta var virkilega skemmtileg stund.
Eftir að hátíðinni lauk brá ég mér í bæinn með Gerði samkennara mínum í nýju búðina hennar Elínar, Millý Mollý Mandý í Bergstaðastrætinu. Hún opnaði þessa bleiku litlu búð í lok apríl og hætti þar með að kenna hjá okkur. Þarna selur hún eigin fatahönnun og aðra skemmtilega hluti. Mér fannst gaman að skoða eyrnalokka og nælur sem hún er búin að finna hér og þar og þar er t.d. hægt að finna gamla klemmueyrnalokka og líka skrúfaða en við vorum einmitt að tala um slíka í síðasta spilaklúbbi að ekki fengjust lengur nema í gömlum skartgripaskrínum frá ömmu. Sumir hafa nefnilega ekki fengið sér göt í eyrun og geta nú farið til Elínar og fundið sér eyrnalokka.













No comments: