
Þetta hefur verið róleg hvítasunnuhelgi enda fyrsta helgin í langan tíma sem ég var bara heima og slakaði á. Í gær var mæðradagurinn og Dóra hringdi frá Englandi til að óska mér til hamningju með daginn. Hún er ánægð í nýja húsinu sínu og nóg að gera. Veðrið þar hefur verið mjög gott undanfarið, yfir 20 stiga hiti upp á hvern dag. Þau eiga það nú skilið eftir allar rigningarnar. Snædís kom heim með blóm og mynd handa uppáhaldsmömmu sinni. Ég verð að láta textann fylgja hér með. ¨Mamma er konan sem kemur manni í heiminn með mikilli fyrirhöfn, fæðir mann og klæðir og veitir alla þá hlýju og ástúð sem lítið barn þarf á að halda. Þegar maður eldist og ætti kannski að geta hugsað meira um sig sjálfur, til dæmis að vera í hreinum fötum og laga til í herberginu sínu, leyfir mamma manni það ekki því hún er vön að hugsa um barnið sitt. Mamma er alltaf til staðar með útrétta ¨hjálparhönd þegar á þarf að halda, þerrar tárin þegar það er leiðinlegt og gleðst með manni þegar þar er gaman að vera til. Mamma er besta kona í heimi.¨Þetta sagði blessað barnið að væri talað út úr sínu hjarta og mamma gamla klökknaði. Ég bað hana að muna þetta þegar ég yrði orðin gömul og elliær og til eilífra vandræða.
Jói, Guðrún og börn komu svo í kvöldmat. Jói kom með frábæran eftirrétt sem mæðradagsgjöf handa okkur báðum mömmunum. Ég eldaði úrbeinað lambalæri mjög gott en hægt að brosa að handtökum mínum við úrbeininguna. Ég held að ég geti ekki lært þetta þó hann sé margbúinn að sýna mér hvernig á að fara að þessu. Þetta var góður dagur þótt veðrið léki ekkert við okkur þessa hvítasunnuhelgi og gott að vera bara heima. Rigning og hvasst en núna er veðrið að batna og spáð góðu næstu daga.
Jói, Guðrún og börn komu svo í kvöldmat. Jói kom með frábæran eftirrétt sem mæðradagsgjöf handa okkur báðum mömmunum. Ég eldaði úrbeinað lambalæri mjög gott en hægt að brosa að handtökum mínum við úrbeininguna. Ég held að ég geti ekki lært þetta þó hann sé margbúinn að sýna mér hvernig á að fara að þessu. Þetta var góður dagur þótt veðrið léki ekkert við okkur þessa hvítasunnuhelgi og gott að vera bara heima. Rigning og hvasst en núna er veðrið að batna og spáð góðu næstu daga.
No comments:
Post a Comment