


Ingi Björn afastrákurinn hans Brands útskrifaðist laugardaginn 23. maí sem stúdent frá Verslunarskóla Íslands. Honum gekk mjög vel og við erum stolt af stráknum eins og reyndar öllum barnabarnahópnum okkar. Börnin og barnabörnin eru okkar ríkidæmi og við getum ekki annað en verið glöð yfir að eiga svona flottan hóp sem gengur vel í lífinu. Megi gæfa og gjörvileiki fylgja þeim öllum í framtíðinni.
No comments:
Post a Comment