







Það eru ekki margir sem eiga þennan ennþá og komast í hann.
Ég veit ekki hvað það er sem gerir okkur Reykskælinga svona frábæra en þannig er það bara. Í vor eru 40 ár síðan ég útskrifaðist frá Reykjaskóla ásamt 58 öðrum nemendum. Við höfum hist á fimm ára fresti síðan og ég hef aðeins einu sinni misst af móti.
Við höfum hist á Reykjaskóla, Sögu, Munaðarnesi, Hvammstanga, Staðarflöt, Mótel Venusi og núna hittumst við í Laugagerði, mínum gamla heimavistarskóla, en þar er Kristín Björk skólastjóri. Við Unnur fórum vestur á föstudagskvöldið til að missa ekki af neinu. Það voru þó nokkrir mættir til að taka forskot á sæluna. Kristín Björk var búin að raða okkur niður á herbergin og ég fékk að vera á mínu gamla herbergi nr. 313 ásamt Unni en Alda fékk ekki að vera með okkur þar sem ekki var pláss fyrir kallinn hennar hann Jóa og hann vildi víst ekki vera einn á herbergi.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og komin í heimavistarfílinginn fórum við niður í matsal og þar var setið fram á nótt og hlegið að öllum minningunum sem streyma fram á stundum sem þessum. Þótt ekki væri sunquick djús og matarkex á borðum þá urðum við aftur 16 ára og ekki degi eldri. Skúli Páls var meira að segja svo mikill unglingur að hann átti ennþá gömlu brúnu útskriftarpeysuna og fimleikabúninginn og það sem meira var hann komst vel í hann eins og hann sýndi og sannaði.
Flestir fóru að sofa á skikkanlegum tíma þrátt fyrir ungan aldur en einhverjir náðu þó að sjá birta af degi á ný.
Við Unnur vöknuðum snemma og fórum í gönguferð niður að Kolviðarnesi. Lói á Hóli, sem var þó nýsofnaður, var kominn á ról og slóst í hópinn.
Eftir morgunverð var aðeins slakað á en eftir hádegið var mótið sett og dagskrá kynnt. Við fórum síðan í smájeppaferð og ég held að ég hafi verið eina konan sem sat undir stýri. Við fórum niður að Hausthúsum en þar ólst Alda upp og hún sagði okkur frá staðnum og uppvexti sínum þar. Þessi jörð, eins og svo margar aðrar, er komin í hendur athafnamanna en Guðmundur Brimari (vinalausi) á hana í dag. Síðan var haldið áfram út að Skógarnesi en þar tók bóndinn á móti okkur og fylgdi hann okkur síðan út í Skógarnessnes (þetta er ekki prentvilla). Þarna eru miklar hvítar sandfjörur og á fjöru er hægt að keyra út í Hausthúsaeyjarnar. Þegar ég var í Laugagerði fékk ég einu sinni að dvelja heima hjá Öldu eina helgi og þá var einmitt farið með okkur á dráttarvél út í eyjarnar. Það fannst mér mikið ævintýri enda átti ég heima uppi í fjalli en ekki við sjó.
Á leiðinni út á nesið þurfti að fara í smátorfærur yfir sandhólana. Nokkrir þurftu að spóla sig upp og urðu frekar fúlir þegar kellingin í hópnum gaf bara í og hentist yfir. Það tókst ekki alveg eins vel í bakaleiðinni og þá held ég að þeir hafi orðið sáttari við mig.
Að lokum var keyrt út að gömlum kaupstað. Þar standa ennþá rústir gömlu búðarinnar og annarra húsa. Við vorum hissa á að það skyldi hafa verið reist búð þarna langt niðri í fjöru en þegar bóndinn var búinn að rifja upp með okkur að það hefðu ekki alltaf verið vegir í sveitinni, heldur reiðleiðir, þá skildum við þetta. Á þeim tíma var aðeins hægt að ríða meðfram sjónum eða lengst uppi í fjalli, flóarnir voru ekki færir nema í frostum á vetrum.
Á heimleiðinni sýndu Kristín Björk og Öddi okkur reiðhöllina í Söðulsholti en þar eru þau með hestana sína. Þegar heim var komið tók við undirbúningur fyrir kvöldið. Í dag tekur það heldur styttri tíma heldur en á Reykjum en þar fór allur dagurinn í undirbúning. Þá voru það rúllurnar og túberingarnar og eilífðartíma tók að láta eyelinerinn verða eins báðum megin. Svo vorum við held ég aldrei í okkar eigin fötum, heldur lánuðum við hver annarri og aumingja þær sem áttu fínni föt en hinar, þær fengu örugglega aldrei að vera í sínum eigin fötum. En í þetta sinn voru allir í sínum eigin fötum og enginn eyeliner. Við byrjuðum á því að hittast í matsalnum og þar minntumst við látinna félaga og skólastjóra, Ólafs Kristjánssonar, sem var einmitt jarðsettur á föstudaginn 96 ára að aldri. Bjarni Frímanns, Alli Gríms og Frikki Bö eru farnir frá okkur en eru örugglega með okkur í anda og minningin um þá lifir.
Öddi Ragnars var búinn að búa til heimildamynd sem sýnd var á sal en þar rifjuðu nokkrir félagar upp það sem þeim var minnisstæðast frá dvölinni á Reykjum. Síðan var spiluð félagsvist og unnu Alda og Öddi Ragnars til verðlauna, fengu súkkulaðikökur eins og þær sem við fengum alltaf á Reykjum þegar við áttum afmæli.
Að félagsvistinni lokinni hófst hátíðakvöldverður. Kokkurinn sem rekur Hótel Eldborg í Laugagerði á sumrin, lagði mikið á sig til að opna hótelið þessa einu helgi fyrir okkur og tókst það vel hjá honum. Undir borðum voru skemmtiatriði, þar á meðal vorum við Maggi Sig með endurminningar okkar í nokkrum bindum. Maggi stóð sig vel að vanda og ég er viss um einhverjir eiga ennþá í vandræðum með harðsperrurnar í brosvöðvunum. Ég er ekki alveg eins vön að troða upp og þurfti að fá stuðning frá mínum gömlu og góðu herbergissystrum og vinkonum, þeim Öldu og Kristínu Björk, en þær hjálpuðu mér að halda við handritið þar sem handskjálfti var mikill og erfitt að lesa upp úr því á fleygiferð. En mér tókst að lesa þetta allt til enda og vona ég að enginn hafi haft meint af.
Að loknum kvöldverði hóf hljómsveit Marínós Björnssonar að leika undir dansi eins og hún hefur gert á flestum mótum frá upphafi. Dansinn dunaði til rúmlega þrjú og aldrei var tekin pása nema þegar söngvarinn henti frá sér mikrafóninum og tók þátt í dansinum. Það var mikið fjör og það virtist enginn vera búinn að gleyma danssporunum sem Siggi Hákonar kenndi okkur forðum. Eins og venjulega gátu sumir haldið lengur út en aðrir en það er liðin tíð að ég gangi síðust til náða eða sé sópað út með ruslinu. Í þeim málum er ég ekki sextán ára lengur.
Á sunnudagsmorguninn vöknuðu allir mishressir en vöknuðu þó. Að morgunverði loknum, sem lét aðeins bíða eftir sér vegna þess að The ‘’Cocks’’ (lokalbrandari) fóru eitthvað seint að sofa, urðum við að pakka saman og þrífa eftir okkur og að því loknu var kvaðst með söknuði en ákveðið að hittast aftur að þremur árum liðnum í stað fimm svo við yrðum ennþá réttu megin við sextugt þegar við hittumst næst og þekkjum örugglega hvert annað ennþá.
Við höfum hist á Reykjaskóla, Sögu, Munaðarnesi, Hvammstanga, Staðarflöt, Mótel Venusi og núna hittumst við í Laugagerði, mínum gamla heimavistarskóla, en þar er Kristín Björk skólastjóri. Við Unnur fórum vestur á föstudagskvöldið til að missa ekki af neinu. Það voru þó nokkrir mættir til að taka forskot á sæluna. Kristín Björk var búin að raða okkur niður á herbergin og ég fékk að vera á mínu gamla herbergi nr. 313 ásamt Unni en Alda fékk ekki að vera með okkur þar sem ekki var pláss fyrir kallinn hennar hann Jóa og hann vildi víst ekki vera einn á herbergi.
Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir og komin í heimavistarfílinginn fórum við niður í matsal og þar var setið fram á nótt og hlegið að öllum minningunum sem streyma fram á stundum sem þessum. Þótt ekki væri sunquick djús og matarkex á borðum þá urðum við aftur 16 ára og ekki degi eldri. Skúli Páls var meira að segja svo mikill unglingur að hann átti ennþá gömlu brúnu útskriftarpeysuna og fimleikabúninginn og það sem meira var hann komst vel í hann eins og hann sýndi og sannaði.
Flestir fóru að sofa á skikkanlegum tíma þrátt fyrir ungan aldur en einhverjir náðu þó að sjá birta af degi á ný.
Við Unnur vöknuðum snemma og fórum í gönguferð niður að Kolviðarnesi. Lói á Hóli, sem var þó nýsofnaður, var kominn á ról og slóst í hópinn.
Eftir morgunverð var aðeins slakað á en eftir hádegið var mótið sett og dagskrá kynnt. Við fórum síðan í smájeppaferð og ég held að ég hafi verið eina konan sem sat undir stýri. Við fórum niður að Hausthúsum en þar ólst Alda upp og hún sagði okkur frá staðnum og uppvexti sínum þar. Þessi jörð, eins og svo margar aðrar, er komin í hendur athafnamanna en Guðmundur Brimari (vinalausi) á hana í dag. Síðan var haldið áfram út að Skógarnesi en þar tók bóndinn á móti okkur og fylgdi hann okkur síðan út í Skógarnessnes (þetta er ekki prentvilla). Þarna eru miklar hvítar sandfjörur og á fjöru er hægt að keyra út í Hausthúsaeyjarnar. Þegar ég var í Laugagerði fékk ég einu sinni að dvelja heima hjá Öldu eina helgi og þá var einmitt farið með okkur á dráttarvél út í eyjarnar. Það fannst mér mikið ævintýri enda átti ég heima uppi í fjalli en ekki við sjó.
Á leiðinni út á nesið þurfti að fara í smátorfærur yfir sandhólana. Nokkrir þurftu að spóla sig upp og urðu frekar fúlir þegar kellingin í hópnum gaf bara í og hentist yfir. Það tókst ekki alveg eins vel í bakaleiðinni og þá held ég að þeir hafi orðið sáttari við mig.
Að lokum var keyrt út að gömlum kaupstað. Þar standa ennþá rústir gömlu búðarinnar og annarra húsa. Við vorum hissa á að það skyldi hafa verið reist búð þarna langt niðri í fjöru en þegar bóndinn var búinn að rifja upp með okkur að það hefðu ekki alltaf verið vegir í sveitinni, heldur reiðleiðir, þá skildum við þetta. Á þeim tíma var aðeins hægt að ríða meðfram sjónum eða lengst uppi í fjalli, flóarnir voru ekki færir nema í frostum á vetrum.
Á heimleiðinni sýndu Kristín Björk og Öddi okkur reiðhöllina í Söðulsholti en þar eru þau með hestana sína. Þegar heim var komið tók við undirbúningur fyrir kvöldið. Í dag tekur það heldur styttri tíma heldur en á Reykjum en þar fór allur dagurinn í undirbúning. Þá voru það rúllurnar og túberingarnar og eilífðartíma tók að láta eyelinerinn verða eins báðum megin. Svo vorum við held ég aldrei í okkar eigin fötum, heldur lánuðum við hver annarri og aumingja þær sem áttu fínni föt en hinar, þær fengu örugglega aldrei að vera í sínum eigin fötum. En í þetta sinn voru allir í sínum eigin fötum og enginn eyeliner. Við byrjuðum á því að hittast í matsalnum og þar minntumst við látinna félaga og skólastjóra, Ólafs Kristjánssonar, sem var einmitt jarðsettur á föstudaginn 96 ára að aldri. Bjarni Frímanns, Alli Gríms og Frikki Bö eru farnir frá okkur en eru örugglega með okkur í anda og minningin um þá lifir.
Öddi Ragnars var búinn að búa til heimildamynd sem sýnd var á sal en þar rifjuðu nokkrir félagar upp það sem þeim var minnisstæðast frá dvölinni á Reykjum. Síðan var spiluð félagsvist og unnu Alda og Öddi Ragnars til verðlauna, fengu súkkulaðikökur eins og þær sem við fengum alltaf á Reykjum þegar við áttum afmæli.
Að félagsvistinni lokinni hófst hátíðakvöldverður. Kokkurinn sem rekur Hótel Eldborg í Laugagerði á sumrin, lagði mikið á sig til að opna hótelið þessa einu helgi fyrir okkur og tókst það vel hjá honum. Undir borðum voru skemmtiatriði, þar á meðal vorum við Maggi Sig með endurminningar okkar í nokkrum bindum. Maggi stóð sig vel að vanda og ég er viss um einhverjir eiga ennþá í vandræðum með harðsperrurnar í brosvöðvunum. Ég er ekki alveg eins vön að troða upp og þurfti að fá stuðning frá mínum gömlu og góðu herbergissystrum og vinkonum, þeim Öldu og Kristínu Björk, en þær hjálpuðu mér að halda við handritið þar sem handskjálfti var mikill og erfitt að lesa upp úr því á fleygiferð. En mér tókst að lesa þetta allt til enda og vona ég að enginn hafi haft meint af.
Að loknum kvöldverði hóf hljómsveit Marínós Björnssonar að leika undir dansi eins og hún hefur gert á flestum mótum frá upphafi. Dansinn dunaði til rúmlega þrjú og aldrei var tekin pása nema þegar söngvarinn henti frá sér mikrafóninum og tók þátt í dansinum. Það var mikið fjör og það virtist enginn vera búinn að gleyma danssporunum sem Siggi Hákonar kenndi okkur forðum. Eins og venjulega gátu sumir haldið lengur út en aðrir en það er liðin tíð að ég gangi síðust til náða eða sé sópað út með ruslinu. Í þeim málum er ég ekki sextán ára lengur.
Á sunnudagsmorguninn vöknuðu allir mishressir en vöknuðu þó. Að morgunverði loknum, sem lét aðeins bíða eftir sér vegna þess að The ‘’Cocks’’ (lokalbrandari) fóru eitthvað seint að sofa, urðum við að pakka saman og þrífa eftir okkur og að því loknu var kvaðst með söknuði en ákveðið að hittast aftur að þremur árum liðnum í stað fimm svo við yrðum ennþá réttu megin við sextugt þegar við hittumst næst og þekkjum örugglega hvert annað ennþá.
Ég hlakka mikið til að hitta þessa frábæru félaga aftur og það mætti vera einu sinni á ári þess vegna. Hláturinn lengir lífið segir máltækið og mitt lengdist örugglega um mörg ár þessa einu helgi.