Sunday, March 15, 2009

Körfubolti Snæfell-Stjarnan

Ég fór með Maggý í gær á körfuboltaleik í Hólminum. Snæfell tók á móti Stjörnunni í 8 liða úrslitum. Snæfell vann auðvitað með glæsibrag og gaman að sjá Magna frænda koma sterkan inn þrátt fyrir að æfa ekki neitt núna með liðinu, er bara í lögguleik í Ólafsvík. Mogginn skýrði frá því í gær að sýslumaðurinn hefði veitt honum leyfi frá störfum til að geta keppt í úrslitunum. Þetta er reyndar ekki Magni sem er á myndinni, heldur Sigurður Þorvaldsson sem skoraði flest stig.
Hér er Magni í stríði um boltann á móti Njarðvík sýnist mér.

Og hér er liðið eins og það var í fyrra, Magni þriðji frá hægri í aftari röð, ekki leiðinlegt að eiga svona stóran og myndarlegan frænda og ekki skemmir hvað hann er líka fallegur að innan.



No comments: