enda kominn á sýklalyf blessaður.
þessar birtust með mafíósatöskuna og sólgleraugun.
Þá er ég komin í sumarfrí og gaman að vera til. Í gær fórum við Maggý í einkaskrúðgöngu upp á Úlfarsfell í frábæru veðri, sólskini og logni. Ekki komst ég á toppinn en langleiðina samt. Eftir það fórum við í bíltúr um Mosfellsbæ, skoðuðum gamla húsið mitt á Mel og fórum í garðaskoðun í Hlíðartúninu hjá Eddu Gísla. Þá vorum við orðnar svo svangar að við fórum á Nings og borðuðum þar mjög góðan heilsurétt. Því næst lá leiðin í Austurbergið og þar þurrkuðum við rykið af hjólunum hennar Maggýjar og fórum í hjólatúr niður í Elliðaárdalinn. Það kveikti svo rækilega í mér að ég ákvað að kaupa af henni hjólið og nú skal tekið á því. Nú vantar bara annað hjól fyrir Brand og í dag fórum við Anna Eym í leiðangur í helstu hjólabúðir borgarinnar og skoðuðum hjól af öllum gerðum og í mismunandi verðflokkum. Eftir að hafa séð hjól á nokkur hundruð þúsund fannst okkur orðið hræódýrt að kaupa hjól á 70 þúsund enda verðum við ekki lengi að spara upp í það með því að spara bensínhákana, bara hjóla upp í ca 7 ferðir á bensínstöðina og þá er þetta búið að borga sig. Var ekki Geiri kallinn að segja okkur að spara bílinn og eyða minna! Bíð bara spennt eftir að sjá hann sjálfan skipta út 10 milljóna króna jeppanum.
Í kvöld stálumst við Önnurnar til að spila smávegis hér hjá mér. Það var virkilega gaman þótt ekki gengi ég með sigur af hólmi, verð að leyfa þeim að vinna stundum til að hafa þær kátar.
Á morgun ætlum við Anna Eym svo að vera myndarlegar húsmæður og grynnka á fiskibirgðunum í frystikistunni og búa til slatta af fiskibollum til að spara ennþá meira, ekki þýðir að leggjast í leti þótt maður sé kominn í frí.
No comments:
Post a Comment