


Ég er í vetrarfríi eða var það réttara sagt í gær og í fyrradag. Þar sem svo vel hittist á að Brandur kom í land á fimmtudagskvöld þá bauð ég honum í bústað að Signýjarstöðum í Hálsasveit. Þar ætluðum við að slaka á þar til á sunnudag en um það bil þegar Árni Friðriksson var að leggjast að bryggju kom kall frá stjórnendum Hafró og áhöfninni sagt að þeir ættu að fara út aftur á laugardagsmorgun til að leita að síðustu loðnunni sem vonandi svamlar enn í einhvers staðar.
Við ákváðum samt að drífa okkur í sveitina og nýta þann tíma sem gæfist. Á leiðinni var rigning og á köflum blindaþoka, svo mikil að á Esjumelum var ég allt í einu komin yfir á öfugan vegarhelming en sem betur fer var aðstoðarflugstjórinn vakandi og gat bent mér á að ég væri að fara villur vega áður en skaði hlaust af.
Þegar við komum í Hálsasveit var auðvitað allt í svartamyrkri og það tók smástund að finna bústaðinn þrátt fyrir að ég væri búin að vera þarna í haust með Maggý. En það tókst og við drógum andann djúpt í kyrrðinni. Í gær fórum við í bíltúr upp í Húsafell til að skoða bústað sem Brandur hafði séð auglýstan en hann langar allt í einu að geta komið fjölskyldunni fyrir í bústaðnum sem er frekar erfitt í Skógarbæ nema þegar vel viðrar. Ég vildi endilega keyra þar sem ég tel mig vera vanari ökumann en varð að játa mig sigraða þegar ég var búin að festa slyddujeppann í skaflinum fyrir framan bústaðinn. Þá var bara að draga skóflur úr úr geymslunni og moka og þar með tók hann við akstrinum og stóð sig ólíkt betur. Ég verð því að bíta í það súra epli að vera ekki jafngóður bílstjóri og ég taldi mig vera.
Þegar við komum í Hálsasveit var auðvitað allt í svartamyrkri og það tók smástund að finna bústaðinn þrátt fyrir að ég væri búin að vera þarna í haust með Maggý. En það tókst og við drógum andann djúpt í kyrrðinni. Í gær fórum við í bíltúr upp í Húsafell til að skoða bústað sem Brandur hafði séð auglýstan en hann langar allt í einu að geta komið fjölskyldunni fyrir í bústaðnum sem er frekar erfitt í Skógarbæ nema þegar vel viðrar. Ég vildi endilega keyra þar sem ég tel mig vera vanari ökumann en varð að játa mig sigraða þegar ég var búin að festa slyddujeppann í skaflinum fyrir framan bústaðinn. Þá var bara að draga skóflur úr úr geymslunni og moka og þar með tók hann við akstrinum og stóð sig ólíkt betur. Ég verð því að bíta í það súra epli að vera ekki jafngóður bílstjóri og ég taldi mig vera.
Við fundum bústaðinn í Húsafelli og hann leit þokkalega út en ekki veit ég hvort ég leyfi frekari aðgerðir, finnst alveg ágætt að vera í kotinu í Skorradal og á bílastæðinu þar er ágætis Gullvagn sem gestir geta fengið að gista í, meira að segja frítt!!
En nú er ég sem sagt komin heim aftur, skilaði Brandi um borð fyrir kl 9 og verð að finna mér eitthvað til dundurs það sem eftir lifir helgar. Ester og Ástrós eru í bænum og ætla að gista í nótt en Örvar er farinn norður. Kannski ég dragi bara fram púslið sem ég keypti um daginn til að dunda mér við þegar ég fæ leið á prjónaskapnum.
No comments:
Post a Comment