Monday, February 25, 2008

Góður sunnudagur

Jói minn og konudagsblómin frá Brandi.
Smásýnishorn af töskum frá Dagönn.

Jökull glaður með súkkulaðiköku frá mömmu.

Og Stella spáði fyrir okkur í bolla. Sá lítinn unga í bollanum mínum.


Feðginin eru ansi lík.

Við fengum góða gesti í mat á laugardagskvöldið. Stella, Haddi og Maggý komu og borðuðu með okkur lambalæri og á eftir var Eurovisionpartý. Við höfðum misjafnar skoðanir á lögunum eins og gengur en við hjónakornin vorum sammála um að kjósa Baggalút með sína íslensku sveitasveiflu. Við erum reyndar alltaf sammála um allt sem ég vil. Þjóðin var nú ekki alveg sammála okkur og valdi This is my life með Eurobandinu og Friðrik Ómar tók við verðlaunum með föstu skoti sem dugði vel til að fylla vel upp í bæði Ísland í dag og Kastljósið í kvöld. Friðrik Ómar var ekki sáttur við ummæli áhangenda Mercedes Club um sig og fjölskyldumeðlimi sína sem kannski er ekki skrýtið. Svona er Ísland í dag, sjálfsagt að nota frelsið til að níða niður náungann eins og ekkert sé og bara vælukjóar sem mótmæla því. Reyndar fengu hinir íturvöxnu meðlimir Mercedes Club ýmislegt á sig líka en tóku því eins og sönnum vaxtaræktartröllum sæmir. Ef útlitið er í lagi (ekki samt alveg fyrir minn smekk) þá skiptir litlu máli hvort fólk geti sungið í dag.
Eftir að hafa keyrt Brand um borð á sunnudeginum kom Jökull Máni í pössun til ömmu og við fórum ásamt Snædísi á körfuboltaleik þar sem Snæfell náði í sinn fyrsta bikar, held ég, og malaði Fjölni. Það var virkilega gaman en ég var eiginlega hætt að þora á leiki með þeim vegna þess að þeir töpuðu alltaf þegar ég mætti. En nú er ég búin að sanna það að það er ekki mér að kenna því ég er búin að fara á tvo sigurleiki í röð. Eftir leik fórum við Jökull í súpu til Maggýjar en hún bauð Snæfellsliðinu ásamt fylgdarliði í súpu fyrir leik. Einn leikmanna sagði í Fréttablaðinu í dag að það væri henni að þakka að þeir hefðu unnð svona glæstan sigur. Góð undirstaða og upphiun.
Kvöldinu eyddum við svo Jökull í rólegheitum en það var dálitið syfjaður strákur sem fór með pabba sínum seint um kvöldið.
Í dag var svo vinnan og dálitið upprifnir nemendur eins og þeir eru oft eftir helgar og kannski við líka. Það er alltaf nóg að gera og engin hætta á að maður sitji aðgerðalaus sem væri auðvitað hið versta mál ef maður hefði ekkert að gera. Þá væri eins gott að setja bara tærnar upp í loft.

No comments: