
Þetta er búin að vera góð helgi. Ég fór á árshátíð Engjaskóla í Gullhömrum á föstudagskvöldið. Þetta var reyndar 600 manna árshátíð fjölmargra skóla í Reykjavík og það bætast sífellt fleiri við svo þetta endar sennilega í Egilshöll með tímanum. Veðrið var ekki mjög hátíðlegt, brjálað rok og rigning, svo hárgreiðslur voru algjör tímaeyðsla. En við erum sannir Íslendingar sem látum ekki veður aftra okkur frá því að skemmta okkur. Þetta var bráðskemmtilegt og mikið dansað. Ég fann reyndar fyrir því á laugardeginum að líkaminn er farinn að eldast þótt andinn sé ennþá nítján, þvílíkar harðsperrur eftir allt tvistið.
Laugardagurinn fór því í bóklestur og hvíld eftir átökin en ég er búin að vera dugleg í dag að þrífa og taka til og lesa svolítið. Brandur er á heimleið og verður vonandi kominn heim á fimmtudag og getur eytt með mér vetrarfríinu mínu sem er á fimmtudag og föstudag. Ég held að það verði farið að vora þá, spáir rigningu og ég er alveg til í að það fari að hlýna aðeins og hætti að snjóa. En það er best að lifa fyrir líðandi stund og líta björtum augum á tilveruna og eyða ekki orku í kvart og kvein. Það er hvort eð er svo lítilfjörlegt sem við höfum til að kvarta yfir miðað við það sem við sjáum í fréttatímum utan úr heimi. Gott að hafa í huga einkunnarorðin hans Jóhanns Inga sálfræðings, HLH, hugsun, líðan, hegðun. Ef hugurinn er jákvæður þá líður okkur vel og við hegðum okkur betur. Ætla að reyna að muna það á morgun.
Laugardagurinn fór því í bóklestur og hvíld eftir átökin en ég er búin að vera dugleg í dag að þrífa og taka til og lesa svolítið. Brandur er á heimleið og verður vonandi kominn heim á fimmtudag og getur eytt með mér vetrarfríinu mínu sem er á fimmtudag og föstudag. Ég held að það verði farið að vora þá, spáir rigningu og ég er alveg til í að það fari að hlýna aðeins og hætti að snjóa. En það er best að lifa fyrir líðandi stund og líta björtum augum á tilveruna og eyða ekki orku í kvart og kvein. Það er hvort eð er svo lítilfjörlegt sem við höfum til að kvarta yfir miðað við það sem við sjáum í fréttatímum utan úr heimi. Gott að hafa í huga einkunnarorðin hans Jóhanns Inga sálfræðings, HLH, hugsun, líðan, hegðun. Ef hugurinn er jákvæður þá líður okkur vel og við hegðum okkur betur. Ætla að reyna að muna það á morgun.
No comments:
Post a Comment