Sunday, September 2, 2007

Afmæli hjá Daníellu

Ég hef bara verið dugleg í dag, vaknaði snemma og dundaði mér við að búa til hveitiblöðrur fyrir nemendur mína. Þeim finnst róandi að hafa þá í hendinni þegar þeir eru eitthvað stressaðir. Sennilega þarf ég líka á því að halda miðað við hvernig síðasta vika var í nýja starfinu. en vonandi verður næsta vika rólegri, skipulagið svona nokkurn veginn komið í lag.Því næst fór ég niður í geymslu og tók til þar, fyllti bílinn af drasli, flokkuðum dósum og flöskum og renndi með það í sorpu. Ég held svei mér þá að ég sé duglegri síðan ég byrjaði á þessu bloggi því eitthvað verður maður að hafa að segja.Eftir tiltektina fór ég til Maggýjar og við skunduðum í Ikea til að kaupa kommóðu fyrir Magna en hann er að byrja í Lögregluskólanum á morgun. Við komum klyfjaðar úr Ikea af ýmsu dóti sem við ætluðum ekki að kaupa en var allt hið mesta þarfaþing nema það sem ég þarf að skila aftur á morgun þar sem það passaði ekki.Því næst lá leiðin til Keflavíkur en þar var verið að halda upp á afmælið hennar Daníellu en hún átti reyndar afmæli 5. ágúst og þá vorum við á Siglufirði og héldum upp á það þar með stjúpfjölskyldunni. Það var glatt á hjalla í Heiðarbólinu og mér tókst að kenna Jökli að klippa og nú er spurning hvort mér verður þakkað það ef hann klippir kannski eitthvað annað en hann má klippa.Ég tók svo Viktoríu með mér í bæinn og setti hana upp í rútu til Stokkseyrar og fór svo heim bara nokkuð ánægð með afköst helgarinnar. Snædís var komin heim heilu og höldnu eftir ánægjulega ferð í Vestur - Hópið en stjúpbarnabarnið er ekki enn farið að láta sjá sig úr Siglufjarðarheimsókninni. en vonandi skilar hann sér.Veðrið var frábært í dag, sólskin og 14 stiga hiti svo haustið er ekki alveg brostið á ennþá eins og ég hélt í gær. Og nú er bara að horfa með bjartsýni til komandi vinnuviku.

1 comment:

Anna said...

Hveitiblöðrur??? Was ist das fur ein Gras??? (get ekki náð punktunum yfir u)