



Jóninna varð sextug þann 5. janúar. Þar með er ég aftur komin í þær aðstæður að vera ekki á sama tug og spilavinkonur mínar og þarf næstu þrjú árin að vera aftur litla barnið í hópnum.
Lína bauð til veislu að heimili sínu í Lækjarsmára til að hylla mömmu sína. Mér finnst bara skrýtið hvað allar þessar sextugu konur eru ungar í dag miðað við það sem manni fannst fyrir einhverjum árum síðan að sextugar konur væru. Við hljótum alltaf að vera að yngjast í stað þess að eldast. Við verðum örugglega eins og börn þegar við verðum komnar á elliheimilið og getum spilað fram á nótt þar sem engin þarf að fara snemma til vinnu daginn eftir.
No comments:
Post a Comment