
Jökull Máni var hjá okkur í helgardvöl.
Í gær fór hann með afa að bóna bílinn og svo fórum við sund.
Í dag fórum við í borgarferð, gáfum öndunum á tjörninni, fylgdumst með víkingum í Hljómskálagarðinum, pjakkurinn klifraði í trjám og klifurgrindum og öllu því hægt var að klifra í.
Í leiðinni tókum við myndir af þeim styttum bæjarins sem urðu á leið okkar. Það er rétt hjá J'oni Gnarr, þær eru flest allar af körlum og ef þær eru af konum þá eru þær nafnlausar og klæðlitlar. Ætli ég kjósi ekki Besta flokkinn til að úr þessu verði bætt og Hallveig Fróðadóttir fái uppreisn æru við hlið manns síns á Arnarhóli.

Við fengum okkur kaffi, kökur og ís í Kaffi Flóru í Grasagarðinum.
Jökull hafði mestan áhuga á fiskunum í tjörninni.

Og það var klifrað og klifrað og klifrað....

Við vorum svo heppin að hópur víkinga var á hlaupum í kringum Tjörnina. Svo söfnuðust þau saman í Hljómskálagarðinum og þar virtist svikari vera fundinn og mikll leikur í gangi.

Það er svo gaman að klifra í trjám, þótt maður detti og rispi sig pínulítið.
Sannur víkingur beit bara á jaxlinn og leitaði að næsta tré.

Brauðið rann ljúflega niður í fuglana á Tjörninni.
Svanirnir voru tignarlegir og dálítið montnir að sjá.

Þarna fundum við þó fallegt par sem sýndi að kærleikurinn er ofar öllu.

Styttan af Bertel Thorvaldsen. Einn af frægu köllunum.
No comments:
Post a Comment