Thursday, December 24, 2009

Aðfangadagskvöld

Jólatréð okkar með öllum pökkunum okkar.

Brandur var svo glaður að fá loksins hring á litla puttann.

Og ég fékk Bláliljuna þótt ég væri búin að fá hrærivél og líka þrjár bækur frá bóndanum.

Snædís skreytti jólastréð seint á Þorláksmessu eftir að hafa staðið vaktina allan daginn yfir skötunni á Laugaási með bróður sínum.

Ánægð hjónakorn eftir að hafa tekið upp allar gjafirnar.
Þetta var rólegt aðfangadagskvöld. Við vorum bara tvö að þessu sinni og borðuðum hamborgara-hrygg og heimalagaðan ís í eftirrétt. Brandur fékk möndluna og fékk í möndlugjöf að fá að opna fyrsta pakkann. Við fengum fullt af fallegum gjöfum frá börnunum okkar og nánustu vinum og ættingjum. Það er yndislegt að vera til og vita að öllum líður vel í kringum okkur þótt við vildum helst hafa alla nær okkur en það er víst ekki hægt að fara fram á meira en að allir hafi það gott hver á sínum stað.





No comments: