
Þetta fallega par tók vel á móti okkur við komuna á Hótel Heklu.

Bóndinn var ánægður með framtakið að nota þessa helgi til að taka út jólagjöfina frá Snædísi og Fannari frá síðustu jólum. Veðrið var yndislegt og það var vel tekið á móti okkur í sveitinni. Notalegt hótel, gott starfsfólk, frábær matur og umhverfið og heiti potturinn punkturinn yfir i-ið.

Tókum hring um nágrennið á heimleiðinni og þessi dásamlega fjölskylda
bauð okkur velkomin á Flúðum.

Hin dulúðuga Hekla skartaði hvítum kolli og var alls ekkert líkleg til að fara að láta á sér kræla sem er þó spáð í nánustu framtíð að hún geri. Ég var alla vega fegin að hún var róelg meðan við vorum á svæðinu.

Hjálparfoss í Fossá er alltaf jafnfallegur.

Stöng í Þjórsárdal. Gaukur lét ekki sjá sig en kannski var hann bara úti í góða veðrinu að stökkva á stönginni sinni.

Þjóðveldisbærinn var lokaður en flottur að utan.

Við skoðuðum nýju Landeyjarhöfnina og horfðum á Herjólf leggja úr höfn og það gekk áfallalaust. Ákváðum að láta það bíða betri tíma að skreppa og fá okkur ís á Heimaey.
No comments:
Post a Comment