Wednesday, August 15, 2007

15. ágúst Sumarleyfi lokið

Þá er sumarleyfinu lokið og fyrsti vinnudagurinn á enda. Alltaf gaman að hitta vinnufélagana aftur en þvi miður er vinkona mín og yfirmaður í sérkennslunni hún Kristín Björk búin að ráða sig sem skólastjóra vestur á Snæfellsnesi. Ef enginn sækir um stöðuna hennar verð ég líklega að taka við og það er svo semengin óskastaða því mér lætur betur að sinna bara minni kennslu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum en sjálfri mér. Annars er allt gott og blessað, enn einn sólskinsdagurinn í viðbót á þessu sólríka sumri og allir glaðir og kátir. Við fórum í Skorradalinn um síðustu helgi. við tíndum slatta af bláberjum og nutum svo bara lífsins laus við allt stress. Við buðum svo Maggý og vinum okkar Kollu og Jóni í mat á mánudagskvöldið. Þurftum að koma út lambalæri sem var búið að bíða í ísskápnum síðan um Verslunarmannahelgi eftir að vera borðað. Á eftir var skyr með bláberjum og rjóma vo þjóðlegra gat þetta ekki verið.
Nú er bara að fara ða undirbúa sig fyrir næstu helgi en við Maggý ætlum að fara á danska daga í Stykkishólmi, búa heima hjá Magna og selja þar ullarsokka og kleinur. Það verður örugglega mikið fjör eins og alltaf þegar Maggý er annars vegar.
Í kvöld verður spilað hjá Önnu Eymunds í Álmholtinu svo það er nóg að gera.

No comments: