




Vildi bara að ég hefði haft þau öll hjá mér en Jói og fjölskylda héldu sín jól í Njarðvík.
Robert og Dóra sæl og glöð yfir að hafa komist heim til okkar um jólin.
Þetta er yndislegur hópur sem svo sannarlega er hægt að vera stoltur af.


Þetta hafa verið yndisleg jól. Dóra og Robert komu heim með hópinn sinn frá Azoreyjum. Ferðalagið tók aðeins lengri tíma en til stóð vegna vetrarríkis í Englandi. Íslendingnum fannst reyndar ekki mikið til um snjóinn en hann var nógur til að allt fór úrskeiðis hjá Heathrow mönnum og fór allt flug úr skorðum. Þau fengu því aukahóteldvöl í London og var spennan orðin töluverð á tímabili hvort þau kæmust heim fyrir jól. En með hjálp góðs manns og æðri máttarvalda þá komust þau heim þann 20. des í stað þess 18.
Hingað kom svo jólasnjórinn á Þorláksmessu og við áttum yndisleg jól hér í Grýtubakkanum. Jói og fjölskylda hélt sín jól í Njarðvík og sáum við því lítið af þeim þessi jólin.
Jólasnjórinn hvarf svo á einni nóttu þegar mikið vatnsveður gekk yfir landið og við tók hálfgert vorveður og stilla.
Á þriðja í jólum fóru svo Dóra, Robert, Snædís, Jói, Guðrún og öll börnin í sumarbústað í Skorradalnum en við gömlu hjónin héldum okkur hér heima.
Ómar, Anne, Carl Thomas og Benedicte komu líka heim frá Noregi en fóru fljótlega norður til að halda jól í faðmi fjölskyldunnar á Siglufirði. Við fáum svo að njóta nærveru þeirra á Gamlárskvöld.
Eftir áramótin snúa svo allir til síns heima, Brandur fer á sjóinn og við tekur nýtt ár sem vonandi færir okkur öllum gleði og hamingju. Með bjartsýni að vopni eru okkur allir vegir færir.
Víst er að best er að fara yfir brúna þegar maður kemur að henni og ekki hafa áhyggjur af því fyrirfram hvort hún sé fær.