Friday, July 2, 2010

Knörrungar á Arnarstapa

Arnarstapi, Stapafell í bakgrunni.
Falleg vík sem heitir Pumpa.

Þær eru margar náttúruperlurnar á Stapanum.

Gatklettur

Jökull og börnin að klifra á varnargarðinum.

Og þetta er Eyrin sem Snæfellingafélagið á í dag og leigir út til félagsmanna.
Þarna byrjaði Guðbjartur bróðir minn að búa og það var ævintýri líkast að fá að vera þarna hjá þeim fyrir margt löngu.

Við fórum með Snædísi yfir Jökulháls.
Þarna sést vel yfir sveitina mína sem var ægifögur í sólskininu.

Við byrjuðum á að fara í kirkjugarðinn á Búðum, settum blóm á leiði
foreldra minna og Guðbjarts bróður míns.


Við systkinin og mágkonur.
Stella, Gógó, Margteinn, Dúdú og Björk
Haddi passar hundana.

Brandur líkir sér við Bárð Snæfellsás. Karlmennskan í botni.


Jökull, Daníella og Viktoría með einn trölladranginn í baksýn við Stapahöfn.

Birna litla lét sig hafa það og synti í höfninni bláköld.

Brandur, Guðrún, Jói, Viktoría, Daníella, Jökull og Birna litla. Eiríksbúð í baksýn.

Kríurnar voru ekki hrifnar af gestunum og reyndu óspart að reka okkur í burtu en höfðu ekki erindi sem erfiði.

Litla ættarmótið tókst í alla staði vel, 29 mættu og skemmtu sér vel í 20 stiga hita, logni og sólskini. Kökuhlaðborð í anda mömmu og síðan var grillað og borðað á pallinum og varla nokkur maður var inni við fyrr en spilamennskan byrjaði en það er alltaf mikið spilað þegar þessi hópur hittist. Gömul venja frá því í sveitinni í gamla daga.
Vona að við eigum eftir að hittast aftur að ári.