Rúna Annell, Jökull Máni og Roman Anton.











Þá er komið haust á ný með sínum fallegu litum. Hver árstíð hefur sinn sjarma og þótt það sé alltaf smákvíði sem fylgir því að sumarið sé á enda runnið og vetur í nánd þá verður að líta á björtu hliðarnar, kertaljósin og rólegheit undir hlýju teppi.
Ég er í sjúkraleyfi þessa dagana, lét kíkja á öxlina sem hefur verið mér erfið allt frá tíu ára aldri en þá lenti ég undir þungri járnkerru sem var full af naglaspýtum sem blessaðir rafveitukallarnir skildu eftir sig, en þá var verið að leggja fyrst rafmagn í sveitina mína. Það sumar fór í sjúkrahússdvöl bæði í Stykkishólmi og Reykjavík en þangað hafði ég aldrei stigið fæti áður og fannst það því mikil heppni í óheppninni að fá að heimsækja þessa blessuðu borg sem ég bý í núna.
Eftir öll þessi ár var kominn tími til að krukka aðeins í afleiðingar brotsins og það þýðir að ég verð að hanga heima næstu tíu dagana meðan öxlin er að jafna sig eftir meðferðina. Sem betur fer vinn ég með munninum eins og læknirinn orðaði það og þarf því ekki að vera eins lengi heima og Brandur sem er búinn að vera í fimm vikna sjúkraleyfi vegna svipaðrar aðgerðar.
Sumarið var fljótt að líða. Brandur komst í sumarfrí í lok júlí og um sama leyti kom Dóra heim með börnin og dvaldi hjá okkur fram til 23. ágúst. Við vorum mest í Skorradalnum en fórum eina helgi til Dalvíkur í brúðkaup hjá frænku hans Brands, henni Álfheiði sem var að giftast honum Bergi sínum. Við eyddum svo helginni á Siglufirði hjá stjúpdætrunum í fínu veðri eins og alltaf er þarna þegar við dveljum þar.
Við Jói fórum eina dagsferð til Ólafsvíkur en Haddi og Hermann voru að hjálpa honum við að gera við jeppann. Við Brandur fórum svo í afmælisfagnað sem börnin hans Guðbjarts héldu þann 31. júlí en þá hefði Guðbjartur orðið sjötugur ef hann hefði lifað. Við fórum fyrst í kirkjugarðinn á Búðum og dvöldum þar um stund, settum blóm á leiðin og kveiktum á kertum og nutum þess að minnast þessa kæra ástvinar. Síðan var farið út á Stapa en þar hafði Gógó tekið Eyrina á leigu sem rúmaði vel allan skarann. Við fengum þessa indælu súpu og parta og rjómatertu og pönnukökur í eftirrétt. Kristín Lilja Sólrúnar- og Friðriksdóttir sýndi okkur minningarmyndband sem hún hafði búið til um afa sinn og það sáust víða tár á hvarmi þegar því var lokið. Þær haldast oft í hendur þær systur, gleðin og sorgin.
Við Brandur dvöldum svo í dalnum okkar um verslunarmannahelgina, fengum eina heimsókn þegar Anna Margrét birtist og endurguldum svo heimsóknina hjá henni á sunnudeginum.
Ég leiddi svo spilaklúbbinn vestur til Ólafsvíkur þann 29. ágúst. Þar var spilað út í eitt og rétt gafst tími til að borða hinn gómsæta mat sem Þórarinn reiddi á borð fyrir okkur bæði seint og snemma. Á sunnudeginum fórum við svo í Breiðuvíkina, gengum upp í Rauðfeldargjá, skoðuðum Arnarstapa og fengum okkur að borða í Fjöruhúsinu á Hellnum sem Hilmar Oddsson er búinn að gera ódauðlegt með mjög fallegum söng. Helgin sem byrjaði með hávaðaroki endaði í góðviðri sunnan fjalls.
Síðan hefur það bara verið vinnan, alltaf nóg að gera við að koma skólanum í gang og ekki minnka verkefnin þótt fólkinu sé fækkað.
Síðustu daga hefur verið mikið talað um að það þurfi að stækka fangelsin til að koma öllum glæpamönnunum okkar fyrir. Hvernig væri að eyða meiri peningum í að koma í veg fyrir að þetta blessaða fólk verði að glæpamönnum? Við horfum á blessuð börnin sem búa við misjafnt atlæti og aðbúnað og stritum við að beina þeim á rétta braut en það eina sem við fáum er síminnkandi fjármagn og minni mannauður til að hlúa að þeim.
Það er grátlegt að horfa upp á það að þeir sem stýra fjárstreyminu byrja alltaf á lítilmagnanum, þessir stóru þurfa alltaf fyrst að fá sitt til að eiga nú fyrir dýru húsunum sínum og flottu jeppunum. En ég breyti því víst ekki með því að röfla um það hér.
Ég er í sjúkraleyfi þessa dagana, lét kíkja á öxlina sem hefur verið mér erfið allt frá tíu ára aldri en þá lenti ég undir þungri járnkerru sem var full af naglaspýtum sem blessaðir rafveitukallarnir skildu eftir sig, en þá var verið að leggja fyrst rafmagn í sveitina mína. Það sumar fór í sjúkrahússdvöl bæði í Stykkishólmi og Reykjavík en þangað hafði ég aldrei stigið fæti áður og fannst það því mikil heppni í óheppninni að fá að heimsækja þessa blessuðu borg sem ég bý í núna.
Eftir öll þessi ár var kominn tími til að krukka aðeins í afleiðingar brotsins og það þýðir að ég verð að hanga heima næstu tíu dagana meðan öxlin er að jafna sig eftir meðferðina. Sem betur fer vinn ég með munninum eins og læknirinn orðaði það og þarf því ekki að vera eins lengi heima og Brandur sem er búinn að vera í fimm vikna sjúkraleyfi vegna svipaðrar aðgerðar.
Sumarið var fljótt að líða. Brandur komst í sumarfrí í lok júlí og um sama leyti kom Dóra heim með börnin og dvaldi hjá okkur fram til 23. ágúst. Við vorum mest í Skorradalnum en fórum eina helgi til Dalvíkur í brúðkaup hjá frænku hans Brands, henni Álfheiði sem var að giftast honum Bergi sínum. Við eyddum svo helginni á Siglufirði hjá stjúpdætrunum í fínu veðri eins og alltaf er þarna þegar við dveljum þar.
Við Jói fórum eina dagsferð til Ólafsvíkur en Haddi og Hermann voru að hjálpa honum við að gera við jeppann. Við Brandur fórum svo í afmælisfagnað sem börnin hans Guðbjarts héldu þann 31. júlí en þá hefði Guðbjartur orðið sjötugur ef hann hefði lifað. Við fórum fyrst í kirkjugarðinn á Búðum og dvöldum þar um stund, settum blóm á leiðin og kveiktum á kertum og nutum þess að minnast þessa kæra ástvinar. Síðan var farið út á Stapa en þar hafði Gógó tekið Eyrina á leigu sem rúmaði vel allan skarann. Við fengum þessa indælu súpu og parta og rjómatertu og pönnukökur í eftirrétt. Kristín Lilja Sólrúnar- og Friðriksdóttir sýndi okkur minningarmyndband sem hún hafði búið til um afa sinn og það sáust víða tár á hvarmi þegar því var lokið. Þær haldast oft í hendur þær systur, gleðin og sorgin.
Við Brandur dvöldum svo í dalnum okkar um verslunarmannahelgina, fengum eina heimsókn þegar Anna Margrét birtist og endurguldum svo heimsóknina hjá henni á sunnudeginum.
Ég leiddi svo spilaklúbbinn vestur til Ólafsvíkur þann 29. ágúst. Þar var spilað út í eitt og rétt gafst tími til að borða hinn gómsæta mat sem Þórarinn reiddi á borð fyrir okkur bæði seint og snemma. Á sunnudeginum fórum við svo í Breiðuvíkina, gengum upp í Rauðfeldargjá, skoðuðum Arnarstapa og fengum okkur að borða í Fjöruhúsinu á Hellnum sem Hilmar Oddsson er búinn að gera ódauðlegt með mjög fallegum söng. Helgin sem byrjaði með hávaðaroki endaði í góðviðri sunnan fjalls.
Síðan hefur það bara verið vinnan, alltaf nóg að gera við að koma skólanum í gang og ekki minnka verkefnin þótt fólkinu sé fækkað.
Síðustu daga hefur verið mikið talað um að það þurfi að stækka fangelsin til að koma öllum glæpamönnunum okkar fyrir. Hvernig væri að eyða meiri peningum í að koma í veg fyrir að þetta blessaða fólk verði að glæpamönnum? Við horfum á blessuð börnin sem búa við misjafnt atlæti og aðbúnað og stritum við að beina þeim á rétta braut en það eina sem við fáum er síminnkandi fjármagn og minni mannauður til að hlúa að þeim.
Það er grátlegt að horfa upp á það að þeir sem stýra fjárstreyminu byrja alltaf á lítilmagnanum, þessir stóru þurfa alltaf fyrst að fá sitt til að eiga nú fyrir dýru húsunum sínum og flottu jeppunum. En ég breyti því víst ekki með því að röfla um það hér.